Sundlaug í Fossvog

Borgarráð hefur samþykkt tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld í Kópavogi um samstarf við gerð nýrrar sundlaugar í Fossvogsdal. Slík sundlaug gæti nýst jafnt íbúum Reykjavíkur og Kópavogs.

Dagur sagði að á sínum tíma hefði borist bréf frá Sigurði heitnum Geirdal, þáverandi bæjarstjóra í Kópavogi, þar sem hann hefði lagt fram hugmyndina um sundlaug í Fossvogsdal. „Nú finnst okkur að geti verið tímabært að huga að þessu,“ sagði Dagur. „Ég lít á sundlaugar sem lykilatriði í heilsuborginni Reykjavík.“ Hann sagðist helst vilja að íbúar allra hverfa borgarinnar ættu greiðan aðgang að sundlaug í nágrenni sínu.

Búið var að stinga upp á að staðsetja laugina innarlega í Fossvogsdal á mörkum sveitarfélaganna þar sem hún myndi ekki ganga á útivistarsvæði.

Í framhaldinu verður þessi hugmynd tekin aftur upp við Kópavogsbæ. Dagur kvaðst vona að þær viðræður gætu farið fljótlega af stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert