Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í erindi á haustfundi Jöklarannsóknafélagsins í kvöld, að skjálftahrinan við Upptyppinga, sem hefur verið viðvarandi frá því í lok febrúar sl,. sé öðru vísi en aðrar skjálftahrinur og ýmis merki séu um að hún tengist kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar.

Páll sagði, að einkennin sem bendi til þessa séu, hvað upptök jarðskjálftanna standa djúpt, á 15-20 km dýpi, og hve afmörkuð þau séu. „Það þarf eitthvað sérstakt að koma til ef á að brjóta efni á svona miklu dýpi,“ sagði Páll. „Kvikuhreyfingar eru ein af mjög fáum leiðum til að gera það.“ Páll sagði þetta vera í fyrsta sinn sem virkni með þessum einkennum sést hér á landi.

Páll sagði að ekki væri búið að útiloka að Hálslón hefði haft áhrif á skjálftavirknina við Upptyppinga. Vottur af fylgni væri á milli vatnsborðsins í lóninu og skjálftavirkninnar við Upptyppinga. Hins vegar skorti alveg eðlisfræðilega skýringu á því hvernig á því ætti að standa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert