Víkingasveitin verði skipuð 52 lögreglumönnum

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri (th.) í afmælinu.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri (th.) í afmælinu.

Haldið var upp á 25 ára afmæli sérsveitar ríkislögreglustjórans, eða Víkingasveitarinnar svonefndu, á föstudaginn, en í henni eru nú 42 lögreglumenn. Stefnt er að því að á næsta ári fjölgi þeim um tíu. Afmælinu var fagnað á æfingasvæði sveitarinnar í Hvalfirði. Sveitin sýndi búnað sinn og nokkrar útfærslur á aðgerðum.

Sérsveitin var stofnuð árið 1982 og luku fyrstu lögreglumennirnir nýliðanámskeiði hjá sérsveit norsku lögreglunnar þá um vorið. Um 80 lögreglumenn hafa gegnt störfum í sveitinni frá upphafi og nú starfa 42 lögreglumenn í sérsveit. Árið 1999 fluttist sveitin frá lögreglustjóranum í Reykjavík til ríkislögreglustjóra.

Á höfuðborgarsvæðinu starfa nú 34 sérsveitarmenn, 4 á Norðurlandi og 4 á Suðurnesjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert