Yfirlýsing stjórnarformanns OR: Túlkun Júlíusar Vífils fráleit

Það er fráleit túlkun á samþykkt stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá í gær að stjórn fyrirtækisins hyggist hefja sjálfstæða rannsókn á málefnum Reykjavik Energy Invest, svo sem haft var eftir einum stjórnarmanna í kvöldfréttum útvarps, segir í yfirlýsingu frá Bryndísi Hlöðversdóttur, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur.

„Stjórnin fól forstjóra fyrirtækisins að útvega gögn varðandi REI í þeim tilgangi að stjórnarmenn, sem flestir hafa nýtekið sæti í stjórninni, gætu kynnt sér málið og forsögu þess frá fyrstu hendi,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá fái stjórn OR yfirsýn yfir þau gögn, sem stjórnin samþykkti að afhent yrðu starfshópi Reykjavíkurborgar um málefni REI.

„Það má öllum stjórnarmönnum vera ljóst að ekki er um að ræða að stjórnin ráðist í sjálfstæða rannsókn á málinu, enda væru slík vinnubrögð alls ekki í takti við það, að fulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur – í meirihluta sem minnihluta – eiga aðild að starfshópnum.“

„Könnun á málefnum tengdum samruna REI og Geysis Green Energy fer fram á vettvangi starfshóps Reykjavíkurborgar og er í fullu samráði og í góðu samstarfi við stjórn fyrirtækisins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert