Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma

„Margir eiga tvo til þrjá síma og nota þá eftir því hvað þeir eru að gera og hvernig þeir klæðast," segir Þorsteinn Þorsteinsson, vörustjóri hjá Hátækni, sem er með umboð fyrir Nokia-farsíma. „Lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr, en Hátækni hefur á árinu flutt inn upp undir 100 Nokia 8800 Sirocco Gold-síma sem kosta um 170 þúsund krónur stykkið.

Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert