Staða læknisins óbreytt á LSP

Læknamistök á læknastofum utan veggja Landspítalans eru ekki á ábyrgð hans, þótt í hlut eigi læknar sem einnig starfa á spítalanum, að mati Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítalans, vegna máls Jens Kjartanssonar, yfirlæknis lýtalækningadeildar, sem dæmdur var til greiðslu skaðabóta fyrir læknamistök í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember síðastliðnum ásamt Valdimar Hansen svæfingarlækni. Málið snerist um konu sem fór í brjóstastækkunaraðgerð en varð fyrir heilsutjóni, m.a. alvarlegum heilaskaða, þegar hjarta hennar stöðvaðist í miðri aðgerð með þeim afleiðingum að súrefnisflutningur til heila hætti. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu verið gerð við svæfingu og endurlífgun og voru konunni dæmdar 23 milljónir krónur í bætur. Forstjóri Landspítalans hefur fengið bréf þar sem þeirri skoðun er lýst að það sé ábyrgð Jens og stjórnenda spítalans að hann láti af störfum sem yfirlæknir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert