Ellisif Tinna sér um breytingar á Ratsjárstofnun

Utanríkisráðherra hefur falið Ellisif Tinnu Víðisdóttur, sem gegnt hefur starfi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, að gegna hlutverki breytingastjóra innan Ratsjárstofnunar með starfshópi utanríkisráðuneytisins um yfirtöku stofnunarinnar. Mun hún leiða yfirfærslu á verkefnum og endurskipulagningu á starfi stofnunarinnar.

Ellisif Tinna hefur undanfarin ár starfað sem staðgengill sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og sem aðstoðarlögreglustjóri við lögregluembættið á Suðurnesjum frá síðustu áramótum. Dómsmálaráðherra hefur veitt Ellisif Tinnu tímabundið leyfi frá þeim störfum.

Utanríkisráðherra mun á næstu vikum leggja fram í ríkisstjórn og á Alþingi frumvarp til laga um verkefni Ratsjárstofnunar. Staða forstjóra nýrrar stofnunar verður auglýst í kjölfar afgreiðslu frumvarpsins frá Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert