RÚV má innheimta afnotagjöld af útvörpum í atvinnubílum

Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Ríkisútvarpið hafi haft lögin sín megin þegar stofnunin innheimti afnotagjald af útvarpstækum í 18 rútum í eigu rútufyrirtækis í Hafnarfirði.

RÚV innheimti aðeins afnotagjald fyrir eitt útvarp hjá rútufyrirtækinu árið 2005 en árið 2006 hóf stofnunin að innheimta afnotagjald vegna útvarpa í 18 bílum. Eigandi fyrirtækisins taldi RÚV ekki hafa lagastoð fyrir innheimtunni.

Héraðsdómur segir hins vegar, að í lögum um útvarpsgjald og innheimtu þess komi fram sú meginregla að eigandi viðtækis, sem nýta megi til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins, skuli greiða afnotagjald af hverju tæki. Þó skuli eingöngu greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjölskyldu á heimili. Í reglugerð komi fram að viðtæki í einkabifreiðum teljist heimilisviðtæki notanda en að af viðtækjum í öðrum bifreiðum og vélknúnum tækjum skuli greiða fullt gjald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert