Geir H. Haarde í viðtali í norska sjónvarpinu í kvöld

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í Ósló í morgun.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í Ósló í morgun. norden.org/Magnus Fröderberg

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður meðal gesta í þættinum Standpunkt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Auk Geirs verður Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, Dagfinn Høybråten forseti Norðurlandaráðs, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og Mona Sahlin, formaður Jafnaðarmannaflokksins, gestir þáttarins.

Nú stendur yfir Norðurlandaráðsþing í Ósló og verður þingið og helsta umfjöllunarefni þess, loftslagsbreytingar, til umræðu í þættinum sem hefst klukkan 21:30 að norskum tíma á NRK1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert