Áfengið er komið í matvöruverslanir

Verslunin Kjarval á Hellu
Verslunin Kjarval á Hellu

Vínbúðir eru þegar reknar samhliða matvöruverslunum. Í versluninni Kjarvali á Hellu ganga viðskiptavinir í gegnum verslunina, framhjá mjólkinni og kókosbollunum, áður en þeir koma að Vínbúðinni, sem er inni í versluninni. Vínbúðin er þó með sérstakan verslunarstjóra á sínum snærum ásamt því að vera með annan afgreiðslutíma en Kjarval.

Í versluninni Samkaup-Strax á Djúpavogi er fyrirkomulag Vínbúðarinnar svipað. Nú, fimmta árið í röð, liggur fyrir frumvarp á Alþingi sem heimilar sölu á bjór og léttvíni í matvöruverslunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins eru 25 Vínbúðir á landsbyggðinni reknar í samstarfi við einkaaðila samkvæmt sérstökum þjónustusamningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert