Rætt um að háeffa ÍSOR

Rætt er af mikilli alvöru innan Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) að breyta stofnuninni í hlutafélag, að því er heimildir 24 stunda herma. Hjá ÍSOR starfa tæplega 80 manns, flestir þeirra sérfræðingar í orkurannsóknum. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, staðfesti að þessi möguleiki hefði verið ræddur.

„Auðvitað eru menn að velta því fyrir sér að breyta rekstarformi ÍSOR, en lengra er það ekki komið. Við heyrum undir lög frá Alþingi og iðnaðarráðuneytið. Þetta er því á valdi þeirra."

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir málið ekki hafa verið rætt innan ríkisstjórnarinnar, hvorki formlega né óformlega. Hann segist þó hafa orðið var við áhuga á stofnuninni. „Ráðuneytinu hafa borist óformlegar fyrirspurnir úr orkugeiranum um það hvort stofnunin sé til sölu, úr tveimur áttum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert