Jarðskjálfti í nágrenni við Geysi

Högnhöfði. Myndin er tekin af vef Veðurstofunnar.
Högnhöfði. Myndin er tekin af vef Veðurstofunnar.

Jarðskjálfti, sem mældist 3,5 stig á Richter við Högnhöfða, u.þ.b. 9 km frá Geysi í Haukadal. Að sögn Veðurstofunnar fannst skjálftinn í Biskupstungum. Nokkrir minni skjálftar hafa mælst síðan. Að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, sérfræðings á jarðskjálftasviði Veðurstofunnar, fannst skjálftinn greinilega víða í Biskupstungum og hafa þó nokkrir haft samband við Veðurstofuna.

Sigþrúður segir að það sé ekkert einsdæmi að jarðskjálftar mælist á þessu svæði án þess þó að þeir séu algengir við Högnhöfða.

Í síðustu viku mældust rúmlega 30 skjálftar í hrinu undir suðaustur Ingólfsfjalli, og fundust margir á Selfossi. Stærsti skjálftinn, sem var 3,2 stig, varð fimmtudaginn 25. október kl. 12:06. Að sögn Sigþrúðar eru engin tengsl á milli skjálftanna í dag og þeirra sem fundust í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert