Viðbúnaður vegna gruns um miltisbrandssmit í Garðabæ

Eiturefnakafarar slökkviliðsins á vettvangi.
Eiturefnakafarar slökkviliðsins á vettvangi. mbl.is/Júlíus

Yfirdýralæknir, slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu eru nú með mikinn viðbúnað á byggingasvæði í Garðabæ vegna gruns um miltisbrandssmit. Er eiturefnadeild slökkviliðsins á vettvangi. Grafa kom niður á hræ í gær og var það tilkynnt til yfirdýralæknis, sem óskaði eftir aðstoð slökkviliðsins.

Hræið verður grafið upp og verður brennt í sorpbrennslunni í Keflavík.

Á árunum 1940-41 var grafið á þessum slóðum hræ af kú sem smituð var af miltisbrandi, og þess vegna er viðbúnaður nú og farið með hræið sem fannst í gær eins og það sé smitað, sagði Höskuldur Einarsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Jarðvegur í kringum hræið verður ennfremur urðaður á viðeigandi stað.

Ekki verður tekið sýni úr hræinu til að ganga úr skugga um hvort það hafi verið smitað, þar sem ekki er aðstaða til þess hér á landi að rannsaka slíkt.

Jarðvegur tekinn kringum staðinn þar sem hræið fannst.
Jarðvegur tekinn kringum staðinn þar sem hræið fannst. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert