Dilkar hálfu kílói léttari

Sauðfjárslátrum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki lauk um mánaðamót og hafði þá staðið samfellt yfir í tvo mánuði. Alls var lógað 105.168 kindum. Það er nánast sami fjöldi og slátrað var árið á undan.

Meðalfallþungi dilka í ár var 15,25 kíló en var 15,73 árið á undan. Þá voru dilkar reyndar með vænsta móti.

Slátrun gekk vel og var dagslátrun iðulega um og yfir 3.000 kindur. Um 85 útlendingar störfuðu við slátrunina í haust og héldu þeir flestir til síns heima um síðustu helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert