Björn Ingi segir að forsætisráðherra hafi vitað um samruna REI og GGE

Hús Orkuveitu Reykjavíkur.
Hús Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Rax

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir á bloggvef sínum að samruni Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafi verið kynntur fyrir forsætisráðherra, Geir H. Haarde, áður en kynningarfundur um samrunann var haldinn.

„Staðreyndin er nefnilega sú, að á frægum kynningarfundi um samrunann í Stöðvarstjórahúsi Orkuveitunnar, þar sem saman voru komnir meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur, yfirstjórn OR og fulltrúar Akraness og Borgarbyggðar, tilkynnti borgarstjóri að samruninn hefði þegar verið kynntur forsætisráðherra og honum litist vel á ráðahaginn," samkvæmt bloggvef Björns Inga.

Bloggvefur Björns Inga Hrafnssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert