Jóhannes í Bónus skrifar um sinnaskipti ritstjóra

Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónus, fjallar um sinnaskipti ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmis Gunnarssonar, í bréfi sem hann hefur sent til Morgunblaðsins. Er það birting á bréfi, þar sem ekki kemur fram hver skrifaði bréfið, á síðum Morgunblaðsins sl. laugardag sem er tilefni skrifa Jóhannesar.

Vísar Jóhannes til greinar Styrmis Gunnarssonar frá því árið 2005 en þar kom eftirfarandi fram: „Fyrir nokkrum árum fékk ég munnlegar upplýsingar, sem bentu til að um skipulagt verðsamráð væri að ræða á milli olíufélaganna. Ég benti viðmælendum mínum á að við gætum ekki borið fram slíkar ásakanir á grundvelli nafnlausra heimilda. Við yrðum að fá að sjá gögn. Mér voru sýnd (en fékk ekki að snerta!) tölvupóstssamskipti á milli starfsmanna olíufélaganna. Þegar ég spurði hvort við gætum fengið gögnin í hendur var svarið neitandi. Nokkrum mánuðum síðar sá ég af málatilbúnaði Samkeppnisstofnunar í hvaða farveg málið hafði farið.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert