Hrökklast úr námi vegna lesblindu

„Margir nemendur sem þjást af lesblindu flosna upp úr skóla. Lesblinda hefur mikil áhrif á skólagönguna og því er mikilvægt að gripið sé inn í með tiltækum ráðum. Það eiga allir að geta menntað sig og fengið stuðning," segir Guðný Ólöf Helgadóttir, nemi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, en hún greindist með lesblindu 14 ára gömul.

Skólinn fær í dag afhentan styrk til kaupa á tækjum handa lesblindum nemendum frá Gammadeild Delta Kappa Gamma Society International, alþjóðasamtökum kvenna í fræðslustörfum, og fagnar Guðný framtakinu. „Ég fagna því að fólk skuli beita sér fyrir málefnum lesblindra. Ég tók mér fjögurra ára hlé frá námi vegna lítils skilnings í skólakerfinu og vanþekkingar á þessum málum. Staðan er reyndar önnur í dag, en það má alltaf gera betur. Skólakerfið verður að bjóða upp á úrræði."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert