Össur: Ekkert nema jákvætt við ákvörðun Landsvirkjunar

Tölvumynd af fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í Þjórsá.
Tölvumynd af fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun í Þjórsá.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að kaflaskipti hafi orðið með stefnumarkandi ákvörðun Landsvirkjunar um að hefja viðræður um raforkusölu úr fyrirhuguðum virkjunum í neðri hluta Þjórsár við fyrirtæki sem hyggjast byggja upp netþjónabú og kísilhreinsun fyrir sólarrafala. „Ég sé því ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Össur.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir að fljótt á litið sýnist sér þetta vera skynsamleg ákvörðun hjá stjórn Landsvirkjunar vegna þess að hún geti stuðlað að fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu. Þetta sé athyglisverð ákvörðun og virðist vera merki um ákveðna áherslubreytingu í stjórn Landsvirkjunar.

Össur segir að kaflaskipti hafi orðið með stefnumarkandi ákvörðun Landsvirkjunar. „Hún gengur í þessum efnum algerlega í takt við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar umað það verði að skapa rými fyrir fjölbreyttari iðnað en bara þann sem lýtur að stóriðju og framleiðslu á áli. Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að það væri miklu skynsamlegra frá efnahagslegu sjónarmiði og minni áhætta í því fólgin að selja okkar grænu orku til fyrirtækja sem koma úr fleiri áttum,“ segir Össur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert