Færri konur - lægra fasteignaverð

Vífill Karlsson
Vífill Karlsson

Fasteignaverð er lægra á landsvæðum á Íslandi þar sem færri konur búa en karlar, samkvæmt niðurstöðum Vífils Karlssonar hagfræðings en hann greindi frá rannsóknum sínum á ráðstefnu um stöðu og leiðir kvenna- og kynjafræða í Háskóla Íslands um helgina.

Vífill Karlsson segir að fasteignaverð sé oft notað í hagrannsóknum til þess að skoða eða afhjúpa hegðun neytenda rétt eins og læknar noti blóð til þess að kanna heilsufar sjúklinga. Ýmislegt megi lesa út úr fasteignaverði og þar á meðal hvernig menn verðleggja staðsetningu ákveðinna búsvæða eða hverfa. Í svæðahagfræðirannsóknum hafi komið fram að á búsvæði utan borga hafi vantað konur og tilgangur hans með rannsókn sinni hafi verið að kanna hvort svæði á Íslandi, þar sem frekar vantaði konur en á öðrum svæðum, liðu að einhverju leyti fyrir það, m.a. í virði fasteigna.

Bráðabirgðaniðurstöður hafi leitt í ljós að þau landsvæði þar sem konur væru hlutfallslega færri en karlar væru með marktækt lægra fasteignaverð en önnur landsvæði.

Rannsóknin náði til áranna 1981 til 2004 eða í 24 ár og skipti Vífill landinu í 19 svæði. Hann segir að rannsóknin sé ekki fullkomin og niðurstöðurnar séu háðar ákveðnum fyrirvörum. Næsta skref sé að stækka rannsóknarsafn sitt og brjóta það upp í fínni einingar í þeirri von að fá traustari niðurstöður. Hann hafi til dæmis skipt niðurstöðunum í fyrri hluta og seinni hluta og þá hafi komið í ljós að sambandið milli fasteignaverðs og fjölda kvenna á landsvæði utan stór-höfuðborgarsvæðisins hafi minnkað, þ.e. að hlutfallslega færri konur en karlar hafi minni áhrif á fasteignaverð, þegar borin væru saman tímabilin 1981-1992 og 1993-2004. Það geti verið til marks um að fólk eigi auðveldara með að búa eitt en áður frekar en að samfélagslegt mikilvægi kvenna hafi minnkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert