Segja lyfjagjöf við ofvirkni gagnslausa

Niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar á athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum benda til að þótt ofvirknilyf gefi góða raun á fyrsta ári meðferðar, vegni þeim börnum sem taka lyf verr til langs tíma litið en þeim sem fái atferlismeðferð. Þetta kom fram í heimildarmynd um rannsóknina sem breska ríkissjónvarpið BBC frumsýndi í gærkvöldi. Rannsóknin var gerð við Buffalo-háskóla í New York-fylki undir stjórn dr. Williams Pelham sálfræðings og hefur staðið yfir síðan í byrjun tíunda áratugarins.

Fylgst var með 600 börnum sem voru sett á rítalín og concerta, sem eru þau lyf sem oftast eru gefin við ADHD. "Ég held að við höfum ofmetið jákvæð áhrif lyfjagjafar í fyrstu rannsókninni," sagði Pelham í viðtali við BBC í gær. „Það er engin vísbending um að lyfjagjöf sé betri en engin meðferð til lengri tíma litið."

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir fátt meira rannsakað en áhrif rítalíns á einstaklinga með ADHD og að þessar niðurstöður gangi gegn öllu sem fyrri rannsóknir hafi sýnt. Hann telur að rannsóknir hafi sýnt fram á það á fullnægjandi hátt að ofvirknilyf og sérstaklega rítalín séu besta meðferð við ADHD sem völ sé á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert