Starfsreysla á leikskólum verður metin

Reykjavíkurborg ætlar frá og með næstu mánaðamótum að meta starfsreynslu ófaglærðra starfsmanna á leikskólum sem þeir hafa fengið í öðrum sveitarfélögum og hjá ríkinu. Hingað til hefur starfsreynsla þeirra ekki verið metin til launaflokkahækkunar hjá borginni, að sögn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, formanns leikskólaráðs.

„Þetta er ábyggilega arfur frá gamalli tíð. Hingað til hefur borgin reynt að túlka kjarasamninga eins þröngt og hægt er og sér í vil. Þetta er auðvitað ákveðið sanngirnismál," segir Sigrún og bætir því við að hún hafi heyrt að starfsmenn sem hafi verið búnir að segja upp eða hafi verið að hugsa um að hætta ætli að halda áfram störfum vegna þessarar ákvörðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert