Samiðn leggur fram kröfugerð fyrir kjarasamnina

Fulltrúar Samiðnar gengu á fund Samtaka atvinnulífsins í morgun og afhentu kröfugerð Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga vegna endurnýjunar á kjarasamningnum sem rennur út um áramót. Mun Samiðn leggja fram fleiri kröfugerðir á næstu dögum.

Í kröfugerðinni leggur Samiðn m.a. áherslu á, almennar launahækkanir sem auki kaupmátt, hækkun taxta umfram almennar launahækkanir og nýtt kauptaxtakerfi með þremur þrepum.

Þá eru einnig gerðar kröfur um aðkomu ríkisins, svo sem um hækkun skattleysismarka með hækkun á persónuafslætti, að breytingar á persónuafslætti verði tengdar launavístölu, lífeyrisréttindi milli ASÍ félagana og opinberra starfsmanna verði jöfnuð, greiðslubyrði vegna íbúðarhúsnæðis verði lækkuð, húsaleigubætur verði hækkaðar og veitt verði aðstoð við fyrstu íbúðarkaup.

Kröfugerð Samiðnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert