Ekki lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk

Ljóst er að enn um sinn verður frekar ógreiðfær vegur …
Ljóst er að enn um sinn verður frekar ógreiðfær vegur inn í Þórsmörk. mbl.is/Brynjar Gauti

Ekki verður lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk. Þetta var niðurstaða mælsku og rökræðukeppni, sem fór fram í Hvoli á Hvolsvelli í vikunni milli sveitarstjórna í Rangárvallasýslu og tjáskiptasamtakanna ITC. Þykir því ljóst að enn um sinn að minnsta kosti þurfi að notast við holótta vegi inn í Þórsmörk og fara yfir óbrúaðar ár.

Samkvæmt upplýsingum frá ITC mæltu sveitarstjórnirnar með tillögu um hraðbraut í Þórsmörk en félagar í ITC mæltu gegn tillögunni og höfðu betur.

Af hálfu sveitarstjórnarmanna voru ræðumenn þau Eydís Þ. Indriðadóttir, oddviti Ásahrepps, Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Ingvar P. Guðbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi ytra. Liðsstjóri var Elvar Eyvindsson, sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra. Af hálfu ITC voru ræðumennirnir Þórunn Pálmadóttir, Korpu, Ingibjörg Vigfúsdóttir, Hörpu, og Anna Kristín Kjartansdóttir, Jóru, sem jafnframt var valin ræðumaður kvöldsins. Liðsstjóri þeirra var Margrét Þórðardóttir, Stjörnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert