Verið að moka á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi

mbl.is/júlíus

Mokstur stendur yfir á helstu leiðum á Norðaustur- og Austurlandi en þar er skafrenningur og hálka, skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Ekkert ferðaveður er á Vopnafjarðarheiði og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en þar er þungfært og skafrenningur og beðið er með mokstur.

Greiðfært er á Suður- og Suðausturlandi.

Greiðfært er á Vesturlandi, þó eru hálkublettir á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir.

Hálkublettir, hálka og snjóþekja er víða á Norðurlandi.

Að gefnu tilefni vill Vegagerðin minna vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Sérstaklega er fólk beðið að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík og að virða hraðatakmarkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert