Skjálftahrinan í rénun

Staðsetning skjálftanna. Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar.
Staðsetning skjálftanna. Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar.

Skjálftahrinan sem vart varð á og í grennd við Selfoss í kvöld er nú í rénun og hefur lögreglan þar eftir jarðskjálftafræðingum að líklega sé hrinan afstaðin. Stærsti skjálftinn í kvöld mældist 3,3-3,5 stig. Mörgum var mjög brugðið við skjálftana, en lögreglan veit ekki til þess að neitt tjón hafi orðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert