Streitan hefur neikvæð áhrif á börn

„Það er afar mikilvægt að börn þekki réttindi sín og kunni skil á Barnasáttmálanum. Ef börnin þekkja réttindi sín vita þau t.d. að það má ekki beita þau ofbeldi og einnig að þau eiga rétt á menntun og að þeim sé sýnd virðing. Ég tel að börn eigi auðveldara með að setja mörk og gera kröfur ef þau þekkja réttindi sín,“ segir Lucy Smith, fulltrúi frá alþjóðlegu barnaréttarnefndinni, sem flutti erindi á málþingi um Barnasáttmálann í gær.

Að mati Smith eru það hins vegar ekki bara börn sem þurfa að vera upplýst um réttindi sín, því miklu máli skiptir að sem flestar stéttir samfélagsins séu upplýstar, þ.e. stéttir á borð við lögfræðinga og kennara. „Í raun finnst mér að þessi fræðsla eigi að vera hluti af skólakerfinu allt frá leikskóla og upp úr.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert