400 milljónir til Bakkafjöruvegar

Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru
Líkan Siglingamálastofnunar af ferjuhöfn í Bakkafjöru mbl.is/Ásdís

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til, að 400 milljónum króna verði varið á næsta ári til framkvæmda við gerð Bakkafjöruvegar í Landeyjum í tengslum við fyrirhugaða hafnargerð vegna Vestmannaeyjaferju.

Fram kemur í greinargerð nefndarinnar, að  í áætlun um nýja ferjuhöfn í Bakkfjöru sé gert ráð fyrir að tengja höfnina við hringveginn með nýjum vegi frá hafnarstæðinu upp með Markarfljóti að vestanverðu. Talið sé mikilvægt að vegurinn verði lagður á næsta ári vegna efnisflutninga að höfninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert