Frumvarp um ný vinnubrögð þingsins

Alþingishúsið..
Alþingishúsið.. mbl.is/Sverrir

Forseti Alþingis hefur, ásamt formönnum allra þingflokka nema VG, lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á þingsköpum sem miða að því að móta ný vinnubrögð þingsins þannig að þau séu meira í samræmi við tíðaranda og tæknibreytingar síðustu ára. Kostnaður vegna breytinganna er áætlaður 98 milljónir á næsta ári.

Markmið frumvarpsins eru m.a. að lengja reglulegan starfstíma Alþingis, efla eftirlitshlutverk þess, draga úr kvöld- og næturfundum, að gera umræður markvissari og styttri en verið hefur með nýjum reglum um ræðutíma og stuðla að því að ráðherrar komi oftar á fundi þingnefnda.

Þá er samkomulag milli þingflokka um að bæta starfsaðstöðu þingmanna, ekki síst stjórnarandstöðuþingmanna, með ýmsum ráðum. Er m.a. gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að minni hluti í nefndum fái aukna aðstoð og eftirlitshlutverk nefnda verði eflt. Þá fái formenn stjórnarandstöðuflokka aðstoðarmenn, alþjóðasamstarf þingmanna verði aukið, aðstaða þingflokka bætt, og þingmenn Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæma fá aukna aðstoð.

Gert er ráð fyrir að breytingar á þingsköpum taki gildi 1. janúar 2008 svo þær megi koma til framkvæmda þegar á vorþingi 2008.

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert