Varað við stormi

mbl.is/Ómar

Búast má við hávaðaroki sunnanlands og vestan síðdegis í dag og í kvöld, og hefur Veðurstofan gefið út aðvörun vegna þessa. Það er djúp og mikil lægð sem nálgast landið er veldur þessu. Reiknar Veðurstofan með 20-25 m/s í kvöld og víða mjög hvössum hviðum við fjöll.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu að síðdegis og í kvöldi megi „reikna með hávaðaroki sunnan og vestanlands ... Lægðinni er  spáð 954 hPa í miðju.  Það er vindstrengurinn á milli skilanna  sem er sérlega varasamur ... Allt kerfið er á hreyfingu til norðausturs. Strax um hádegi verður orðið vel hvasst með suðurströndinni og versnandi annars staðar suðvestan- og vestantil.“

Veðurvaktin
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert