Ráðuneyti niðurgreiðir talþjálfun

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að þeir sem leita til talmeinafræðinga, sem starfa án samninga við samninganefnd ráðherra, fái niðurgreiðslur í formi styrks sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir út.

Fram kemur á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins, að ráðherra ákveði styrkinn með reglugerð í framhaldi af því að talmeinafræðingar á höfuðborgarsvæðinu, að einum undanskildum, hafi sagt sig af samningi samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Félags talkennara og talmeinafræðinga.

Samningurinn gildir til 31. desember 2008 og varðar greiðslur fyrir þjónustu talmeinafræðinga. Reglugerðirnar öðlist gildi við birtingu og taki til meðferðar sem veitt hefur verið frá og með 12. nóvember s.l. þegar uppsögn flestra talmeinafræðinga af samningnum tók gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert