Skortur á samræðu skóla við foreldra

Bergþóra Valsdóttir.
Bergþóra Valsdóttir.

Upplýsingaflæði frá skólakerfinu til foreldra skólakrakka er oft á tíðum ábótavant, segir Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKs. Í gærkvöldi stóð SAMFOK fyrir fundi, þar sem meðal annars var rætt við sérfræðing frá Geislavörnum ríkisins um farsímamöstur sem sett hafa verið upp á þökum ýmissa skóla í borginni.

Bergþóra segist hafa orðið vör við það að margir foreldrar undrist að möstrin hafi verið sett upp án þess að nokkur umræða hafi farið fram um þau.

„Í nokkrum skólum tíðkast það að foreldrar fái tölvupóst, þar sem sagt er frá því að þeir krakkar sem hafa staðið sig vel fái umbun daginn eftir, og því eigi þeir að koma með peninga í skólann svo hægt sé að gera eitthvað skemmtilegt. Mér finnst að skólinn eigi að sýna foreldrum þá virðingu að ræða svona mál við þá áður en þau eru komin á lokastig," segir Bergþóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert