8 ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Hús Hæstaréttar.
Hús Hæstaréttar.

Hæstiréttur hefur dæmt tæplega fertugan karlmann, Ara Kristján Runólfsson, í 8 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en maðurinn stakk annan mann í brjóstkassann með hnífi. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða þeim sem hann stakk 1,2 milljónir króna í bætur. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

Ari Kristján játaði að hafa veist að hinum manninum og stungið hann tvívegis með hnífi í brjóstkassa en mennirnir höfðu ásamt fleirum setið við drykkju í íbúð í Reykjavík og horft á knattspyrnuleik í sjónvarpi.

Hæstaréttur segir í dómi sínum, að ekkert hefði komið fram í málinu sem varðaði Ara og hugarástand hans þegar hann framdi verknaðinn þannig að leitt gæti til lækkunar refsingar hans. Hefði komið í ljós, að   atlaga hans  hefði verið slík að hending ein hefði ráðið því að hinn maðurinn lést ekki samstundis og að það hefði verið fyrir sérstakt snarræði lækna að lífi hans var bjargað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert