Góður árangur af glasafrjóvgunum

Glasafrjóvganir hafa skilað árangri í rúmlega 40% tilvika frá því að slíkar aðgerðir voru fyrst gerðar hér á landi í upphafi 10. áratugarins.

Þetta kom fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar á Alþingi í gær en sl. sextán ár hafa fæðst tæplega 1.700 börn, sem getin voru með tæknifrjógvun.

Fyrst um sinn fóru aðgerðirnar fram á Landspítalanum en árið 2004 var gerður samningur við fyrirtækið Art Medica og sagðist Steinunn Valdís hafa áhyggjur af því að hlutdeild para í kostnaði hefði aukist, sem væri ekki eðlilegt enda væri ófrjósemi skilgreind sem sjúkdómur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert