Versti þjófurinn er verðbólgan og vextirnir

Geir H. Haarde í ræðustóli á Alþingi.
Geir H. Haarde í ræðustóli á Alþingi. mbl.is/Ómar

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kynnti við upphaf þingfundar í dag þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið til að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagðist fagna því að ríkisstjórnin hefði vaknað af dvalanum en vonbrigðum ylli hve tillögurnar kæmu seint fram og hve þær væru götóttar og rýrar.

Guðni Ágústsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að framsóknarmenn fögnuðu  kjarabótum til þeirra, sem minna megi sín en einstaklingar væru meðal aldraðra og öryrkja sem séu einir og fái lítið sem ekkert úr þessum aðgerðum. Sagðist Guðni tekja mikilvægast nú, að bæta kjör þeirra, sem verst séu settir í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin verði að gæta að sér, því versti þjófurinn, sem fari beint í veskið, séu verðbólgan og háu vextirnir.

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði flokkinn fagna aðgerðunum enda hefði ríkisstjórnin með þeim tekið undir tillögur flokksins. 

Þá sagði Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingar, sagði að um væri að ræða stórt, afdrifaríkt og ánægjulegt skref sem hann fagnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert