Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi

Nokkrar kýr af erlendum stofnum eru í íslenskum fjósum.
Nokkrar kýr af erlendum stofnum eru í íslenskum fjósum.

Nokkrar kýr af ættbálknum Angus og Limousine eru notaðar til að framleiða mjólk hér á landi. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands kúabænda. Ellefu kvígur af innflutta kúakyninu Angus og Limousine hafa verið skráðar á síðustu 12 mánuðum.

Þetta kúakyn var flutt til landsins vegna kjötsins, en skýrslur frá kúabændum sýna að eitthvað er um að kýr af þessu kyni séu notaðar til mjólkurframleiðslu.

„Ekki er að sjá að þetta séu neinar metskepnur með tilliti til afurða, hæsta dagsnyt þeirra er á bilinu 15-20 kg, ein fer þó alveg í 27 kg, þannig að algerar stritlur eru þær heldur ekki. Það er því ljóst að hér er á markaði mjólk úr fleiri en einu kúakyni,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, í frétt á heimasíðu LK.

Í fréttinni kemur fram að 31% af kvígunum eru annaðhvort ófeðraðar eða undan heimanautum. Það þýðir að þessar kvígur koma að takmörkuðum notum við kynbótastarf.

Fjörugar umræður hafa átt sér stað um íslenskar og útlendar kýr á vefnum naut.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert