Fann skordýr í jólabjórnum

Skordýrin sem voru í bjórnum.
Skordýrin sem voru í bjórnum.

Stefán Sigurðsson varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu í vikunni að finna tvö stærðarinnar skordýr í bjórflösku sinni. Um var að ræða Tuborg jólabjór.

„Ég settist niður fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að njóta jólabjórsins sem er í uppáhaldi hjá mér. Allt í einu fann ég að ég fékk eitthvað upp í mig. Þegar betur var að gáð var það skordýr. Þá var ég búinn með hálfa flöskuna og hellti restinni í bjórglas. Þá kom í ljós annað skordýr af annarri tegund."

Stefán hafði samband við skordýrafræðing, sem sagði honum að annað skordýranna væri klaufhali, en hitt fnyktíta. Hvorugt þessara skordýra lifir á Íslandi, en þau finnast hins vegar annars staðar á Norðurlöndum. Ljóst má því vera að skordýrin hafa ferðast til landsins annaðhvort með bjórflöskunni eða bjórtankinum, en Tuborg-jólabjór kemur bruggaður til landsins og er tappað á flöskur hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert