Börn innflytjenda túlka fyrir foreldra sína

Grunnkunnátta í íslensku er lykilatriði þegar kemur að samskiptum og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Dæmi eru um að börn innflytjenda þurfi að túlka fyrir foreldra sína í samskiptum við heilbrigðisstofnanir og banka. Er það áhyggjuefni, t.d. þegar börn eru að túlka fyrir foreldra sína þegar fjárhagserfiðleikar steðja að.

Aðgengi að túlkum á þessum sviðum getur verið vandamál og starfsfólki umræddra stofnana finnst ekki alltaf ljóst hvenær kalla má á túlk. Þetta er m.a. niðurstaða nýrrar rannsóknar, Innflytjendur: Viðurkenning og virðing í íslensku samfélagi, sem Kristín Harðardóttir, Kristín Loftsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir gerðu og kynnt var í Þjóðarspeglinum í gær. Rannsóknin náði til þriggja sveitarfélaga þar sem fjöldi innflytjenda er meiri en að meðaltali á landsvísu en í kynningunni var sérstaklega fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar í Ísafjarðarbæ og Fjarðabyggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert