Hellisheiði er lokuð

Hellisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps.
Hellisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hellisheiðin er lokuð vegna umferðaróhapps. Þrengslin eru hins vegar opin
en lögreglan varar við slæmu veðri. Vegfarendur eru beðnir að huga að veðri. Fólksbíll rann í hálku í veg fyrir jeppling í Hveradalabrekku. Bílstjórar voru einir í bílunum. Annar þeirra slasaðist töluvert.

Hinn slasaði ók fólksbílnum en er ekki talinn í lífshættu. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var tilkynnt um slysið klukkan 8.25 og þurfti að klippa fólksbifreiðina til að auðvelda björgunarmönnum aðgegengi.

Ökumaður jepplingsins mun hafa hlotið minniháttar meiðsl. Bifreiðarnar eru báðar óökufærar og verða dregnar í burtu með kranabifreiðum.

Veðurstofan varar við stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt og
talsverðri rigningu í nótt og til morguns á sunnanverðu landinu.

Vindhviður eru yfir 30 m á sekúndu undir Hafnarfjalli. Stórhríð er nú á Fróðárheiði og varað við óveðri á norðanverðu Snæfellsnesi vestan Grundarfjaraðar.

Það eru hálkublettir á Sandskeiði eins og víðar á Suðurlandi.

Raunar er vetrarfærð í öllum landshlutum, hálkublettir, hálka eða snjóþekja en yfirleitt ekki fyrirstaða á helstu leiðum.

Minnst er hálkan á Suður- og Suðvesturlandi.

Heillisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps.
Heillisheiði er lokuð vegna umferðaróhapps. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert