Vilja sundlaug í Fossvogsdal

Íbúar í Fossvogi afhentu borgarstjóra í síðustu viku undirskriftarlista með hátt í 3.000 nöfnum íbúanna í hverfinu til stuðnings sundlaugarbyggingu í dalnum.

Í tilkynningu frá samtökum íbúa var borgarstjóri jákvæður á fundinum og sagði frá því að nú þegar hefði verið sett á laggirnar viðræðunefnd sem fara á í formlegar viðræður við Kópavog um byggingu laugarinnar. Samskonar nefnd hefur verið stofnuð í Kópavogi.

Þá tók borgarstjóri einnig mjög vel í hugmyndir íbúanna um að hafa græn sjónarmið í huga við skipulagningu og byggingu hugsanlegrar laugar þannig að laugin falli vel að þeirri útivistarperlu sem Fossvogsdalurinn er, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert