Tvö fíkniefnamál á Akureyri

Kannabislauf
Kannabislauf

Aðfararnótt þriðjudagsins 11. desember s.l. stöðvaði lögreglan á Akureyri bifreið í úthverfi bæjarins vegna gruns um fíkniefnamisferli. Þrír piltar um tvítugt voru í bifreiðinni og við leit í henni og á þeim kom í ljós að tveir þeirra voru með nokkur grömm af kannabisefnum í fórum sínum auk tækja og tóla til fíkniefnaneyslu. Þremenningarnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu og látnir lausir að því loknu og telst málið upplýst.

Í gærdag, 12. desember, var ungur maður handtekinn með um 16 grömm af ætluðu amfetamíni í fórum sínum. Í framhaldi af því var gerð leit á heimili hans og fundust þar 458 ætlaðar steratöflur og 3 ampúlur. Ekki var unnt að yfirheyra manninn vegna annarlegs ástands og var hann því vistaður í fangageymslu þar til unnt yrði að yfirheyra hann, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert