Fáklæddar konur á vefjum tengdum Leikjaneti

„Mérfinnst mikilvægt að sem flestir hafi samband við vefinn og mótmæli þessu,“ sagði Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Hún var spurð hvað henni þætti um að á leikjavefnum Leikjanet.is hefðu birst auglýsingar með tengli á erlenda heimasíðu sem sýndi myndir af fáklæddum konum.

Margrét María sagði það reynslu sína frá því hún var hjá Jafnréttisstofu að það hefði mest áhrif að hafa samband við vefina. „Það er mikilvægt að allir séu vakandi fyrir þessu og komi athugasemdum á framfæri við yfirvöld eins og lögreglu.“

Umboðsmaður barna sagði og að sér þætti mikilvægt að foreldrar og samfélagið væru vakandi fyrir efni sem þessu og létu í ljósi að svona lagað væri ekki liðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert