Pólverjar fara heim í jólafrí

Pólskir starfsmenn Ístaks hafa starfað við byggingu safnaðarheimilis við Lindakirkju …
Pólskir starfsmenn Ístaks hafa starfað við byggingu safnaðarheimilis við Lindakirkju í Kópavogi. Marian kranastjóri er einn þeirra sem fer í jólafrí á morgun. mynd/Haraldur Guðjónsson

Stór hluti yfir 300 pólskra starfsmanna verktakafélagsins Ístaks fer heim til Póllands á morgun með flugvél Iceland Express í jólafrí en von er á þeim hingað að nýju í janúar.

Að sögn Kolbeins Kolbeinssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Ístaks, búa flestir pólskir starfsmenn fyrirtækisins hér á gistiheimilum og verður enginn þeirra á landinu yfir jólin.

Kolbeinn sagði, að flestir Pólverjanna fari á morgun en einhverjir fara með öðrum flugvélum. Hluti af kjörum starfsmannanna er að Ístak sjái þeim fyrir ferðum til og frá landinu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert