Hæstiréttur staðfestir nálgunarbann

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sæti nálgunarbanni í þrjá mánuði og fái á þeim tíma ekki að koma nær fyrrverandi eiginkonu sinni en 50 metra. Þá má hann ekki hringja í konuna eða setja sig í samband við hana á annan hátt.  

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að maðurinn taldi kröfuna tilhæfulausa og nálgunarbann hindri hann í að njóta umgengnisréttar við börn sín sem búi á heimili fyrrverandi konu hans.

Konan hefur hins vegar tvisvar á þessu ári kært manninn fyrir líkamsárás og einnig fyrir líkamsárás á hendur dóttur þeirra. Hæstiréttur taldi þau skilyrði uppfyllt, að rökstuddur grunur sé um að maðurinn muni fremja afbrot eða raska á annan hátt friði þess sem í hlut eigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert