Sjaldséður gestur við Vík

Sjaldséður gestur sást austan við Vík í Mýrdal um hádegisbil í dag. Um er að ræða svokallaðan kúhegra, sem er suðlægur fugl sem heldur sig mestmegnis við miðbaug eða suðurhvel jarðar. Þetta er í annað sinn sem fuglinn sést hér á landi. Síðast var það fyrir rúmri hálfri öld.

Kúhegrinn er algengur á Spáni og víða við Miðjarðarhafið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert