Enga jákvæða mismunun hér

Ísland lagðist gegn tilskipun sem leyfir jákvæða mismunun innflytjenda í vinnu, en Norðmenn tóku þessa tilskipun upp. Norðmenn ætla nú að rétta hlut innflytjenda með kvóta og jákvæðri mismunun.

Norðmenn ætla með þessu að tryggja ráðningu fólks af erlendu bergi brotið, sé það jafnhæft og aðrir sem sækja um störfin. Reglur um jákvæða mismunun eiga að gilda næstu tvö ár í tólf norskum ríkisstofnunum.

Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss segir jákvæða mismun gagnvart innflytjendum í vinnu örugglegaekki á döfinni hér. Honum finnst þó vel athugandi að fara þessa leið ef þörf krefur. Einar segir þó ekki mikið kvartað yfir því hér að innflytjendur eigi erfitt með að fá vinnu. Íslendingar séu hinsvegar örugglega áratug á eftir í þróuninni. Hér er fjöldi innflytjenda af annarri og þriðju kynslóð ekki vandamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert