Mikil snjókoma á Norðurlandi

Mikil snjókoma er á Norðurlandi og aðallega í kringum Húsavík og Mývatn, að sögn Vegagerðarinnar. Ófært er á fjallvegum á Vestfjörðum, Breiðdalsheið og Öxi á Austurlandi. Vetrarfærð er um allt land.

Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og hálkublettir og skafrenningur á Hellisheiði. Þá er hálka og skafrenningur í Þrengslum.

Skafrenningur og éljagangur er í öllum landshlutum þó minnst á Suðurlandi. Hálka er á öllum helstu leiðum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert