Rafrænt heilsufarspróf í fjármálum

Byr sparisjóður mun um áramót  setja  rafrænt heilsustöðupróf í fjármálum á heimasíðu sína og á það próf að hjálpa öllum Íslendingum, sem það vilja, að finna út sína fjárhagslegu heilsu og þol.  Fjárhagslega heilsuprófið er ætlað öllum sem náð hafa 18 ára aldri, hvort sem þeir eru í góðu fjárhagslegu formi eða ekki. 

Rafræna heilsustöðuprófið á byr.is gefur grófa mynd af fjárhagslegri stöðu einstaklinga og vísbendingar um hvernig hægt sé að bæta fjárhagslega heilsu og komast í ennþá betra fjárhagslegt form, ef þeir vilja, með fjármálaþjálfurum Byrs.

Fram kemur í tilkynningu, að á byr.is verði hægt að kanna fjárhagsstöðuna á eigin forsendum og fá grófa samantekt um heilsu sína í fjárhagslegum skilningi. Niðurstöðurnar gefi svo tækifæri til að bregðast skjótt við og byrja að bæta fjárhagslega heilsu sína og fá aðstoð til að öðlast færni til að halda sér í góðu fjárhagslegu formi í framtíðinni.

Niðurstöðurnar eru ópersónugreinanlegar og alfarið er undir próftakanum sjálfum komið hvort hann kýs að eiga þær fyrir sig eða nota þær sem grunn að ákveðnum aðgerðum til að bæta fjárhagsstöðuna. Heilsuprófið felur í sér spurningar sem taka til helstu áhrifaþátta í fjármálum einstaklinga.

Heimasíða Byrs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert