11 bíða björgunar

Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að koma til bjargar 11 manns, sem eru fastir á Langjökli. Aftakaveður er á svæðinu og bíða björgunarsveitarmennirnir nú eftir því veðrið gangi aðeins niður, en þeir eru staddir við brúna yfir Geitlandsá. Ekkert amar að fólkinu á jöklinum.

Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitunum Heiðari og Ok á leiðinni upp jökulinn á tveimur jeppum og snjóbíl. 

Fólkið  er  rétt fyrir ofan skálann Jaka. Það er á sjö bílum en hefur nú sameinast í þremur bílum til að halda sér hita en því er orðið kalt eftir næturlanga dvöl í bílunum. Björgunarsveitarmenn eru í sambandi við fólkið og vita hvar það er staðsett. 

Búast má við því að það muni taka lungann úr deginum að koma fólkinu til aðstoðar, en gríðarlega hvasst er á svæðinu og ofankoma mikil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert