Stormviðvörun í nótt

mbl.is/Ómar

Búist er við stormi vestantil í nótt.  Suðvestan 13-20 og él vestantil á landinu en hægari austanlands og bjart. Hægari síðdegis. Snýst í vaxandi suðaustan átt með slyddu eða rigningu vestantil á landinu með kvöldinu, 15-23 m/s um eða upp úr miðnætti. Suðvestan 10-18 og él í fyrramálið en hægari síðdegis á morgun. Hiti um eða rétt ofan frostmarks, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert