Ók fram af flugbraut

Ökumaður sem stalst inn á flugbraut ók fram af henni …
Ökumaður sem stalst inn á flugbraut ók fram af henni og eyðilagði bíl sinn. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ökumaður á þrítugsaldri stalst inn á flugbrautina í Vestmannaeyjum í nótt sem leið. Að sögn lögreglu til að prófa fólksbílinn sinn. Ökuferðin endaði með því að bíllinn stakkst fram af flugbrautinni og valt um tíu metra niður brekku. Ökumann sakaði ekki en bíllinn mun vera gjörónýtur.

Að sögn lögregluvarðstjóra varð atvikið um klukkan þrjú um nótt en ökumaður hafði sjálfur samband við lögreglu og var farið með hann til athugunar á slysavarðstofu.

Hann mun hafa verið einn í bílnum.

Hlið inn á flugvöllinn var opið en þó að engin áætluð flugumferð sé um flugvöllinn að næturlagi þá er hann eigi að síður bannsvæði fyrir almenna umferð.

Ekki er ljóst hver eftirmál verða fyrir ökumanninn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert